Viðskipti erlent

Markaðir í Asíu á rólegu nótunum

Markaðir í Asíu enduðu daginn á rólegu nótunum. Nikkei vísitalan í Japan endaði í mínus 0,7% en við upphaf viðskipta í nótt féll vísitalan um rúm 2%.

Sömu sögu er að segja í Hong Kong þar sem Hang Seng vísitalan endaði einnig í mínus 0,7% eftir töluvert fall í nótt. Markaðurinn í Sanghai endaði hinsvegar í grænum tölum eða 1,2% í plús.

Í frétt á CNN Money segir að viðsnúningur hafi orðið í Asíu í nótt þegar utanmarkaðsviðskipti í Bandaríkjunum gáfu til kynna að Wall Street myndi opna í plús í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×