Viðskipti erlent

Blóðbað á Wall Street, Evrópa í rautt

Sem stendur stefnir í blóðbað á mörkuðum á Wall Street og helstu markaðir í Evrópu eru allir komnir í rauðar tölur við lokun þeirra.

Dow Jones vísitalan hefur hrunið á fyrsta hálftímanum og stendur nú í mínus 3,5%. Er Dow Jones því aftur komin undir 11.000 stig. Svipaða sögu er að segja af Nasdag og S&P 500 vísitölunum því þær báðar eru yfir 3% í mínus.

Helstu markaðir í Evrópu opnuðu í vænum grænum tölum í morgun. Nú undir lok dagsins eru allar tölurnar orðnar rauðar. FTSE vísitalan í London er í mínus 1%, Dax í Frankfurt er í mínus 1,7% og Cac 40 í París er í mínus 2,6%.

Erlendir viðskiptamiðlar telja margir að orðrómur um að Frakkland muni brátt missa AAA lánshæfiseinkunn sína, eins og Bandaríkin, hafi þessi áhrif. Enn er aðeins um orðróm að ræða en bent er á að það var einnig upp á teningnum þegar Bandaríkin misstu toppeinkunn sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×