Innlent

Fundu fálkaungann ósjálfbjarga við þjóðveginn

Oddgeir Sigurjónsson með fálkaungann sem þau hjónin fundi
Oddgeir Sigurjónsson með fálkaungann sem þau hjónin fundi Myndir Áslaug Ólöf Stefánsdóttir
Fálkafjölskylda hafði komið sér vel fyrir garði einum við Skessugil á Akureyri og fengu ungarnir reglulega kennslustundir í flugi.

Hjónin Áslaug Ólöf Stefánsdóttir og Oddgeir Sigurjónsson nutu þess að geta fylgst með tignarlegum fuglunum út um gluggann hjá sér. Það var síðan í gær sem þau fundu einn fálkaungann ósjálfbjarga og afræktan niðri við þjóðveg, og hvorki hinir ungarnir né foreldrarnir sjáanlegir.

Áslaug tók meðfylgjandi myndir af fálkaunganum, en eftir að hafa gist fangageymslur lögreglunnar á Akureyri í nótt er fálkinn nú kominn til Reykjavíkur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Hann er heldur máttfarinn en að honum er vel hlúð og vonast til að hann nái sér á strik sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×