Innlent

FÍB: Enn svigrúm til bensínlækkana

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB.
FÍB telur að íslensku olíufélögin hafi svigrúm til að lækka lítraverðið hér um nokkrar krónur, þrátt fyrir að olíuverð á heimsmarkaði fari nú heldur hækkandi á ný.

Frá því í síðustu viku hafa félögin lækkað bensín- og dísilolíuverð um um það bil sjö krónur á lítrann. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að þrátt fyrir það sé álagning olíufélaganna það sem, af er mánuðinum töluvert yfir meðal álagningu tveggja síðastliðinna ára, sem þýði að ef félögin eru ekki beinlínis að hækka álagningu, hafi þau enn svigrúm til að lækka verðið um fjórar til fimm krónur á lítrann.

Tonnið af bensíni hafi til dæmis lækkað um hundrað dollara á skömmmum tíma og sé nú komið niður í 976 dollara. Hækkun á heimsmarkaði í morgun er annarsvegar rakin til fregna um litlar birgðir í Bandaríkjunum og þess að seðlabankastjóri Bandaríkjanna lýsti því yfir í gærkvöldi að stýrivöxtum landsins verði haldið við núllið fram til ársins 2013, en það ætti að örva atvinnulífið á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×