Viðskipti erlent

Hagnaður Commerzbank fór í grískar afskriftir

Hagnaður Commerzbank, næststærsta banka Þýskalands, á öðrum ársfjórðungi fór nær allur í afskriftir á grískum ríkisskuldabréfum bankans.

Hagnaðurinn nam 55 milljónum evra samanborið 771 milljónir evra á sama tíma í fyrra. Þessi lækkun milli ára skýrist alfarið af því að bankinn ákvað að afskrifa 760 milljónir evra af grískum ríkisskuldabréfum sínum.

Í frétt um málið í Finnacial Times segir að bankinn fari þarna að tilmælum ráðamanna á evrusvæðinu um að bankar taki þátt í endurskipulagningu á skuldum Grikklands en um er að ræða mestu afskriftirnar hjá einstökum banka fram til þessa.

Fram kemur í fréttinni að Commerzbank sé enn með 8,7 milljarða evra af ítölskum ríkisskuldabréfum og 3,9 milljarða evra af spænskum í bókum sínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×