Bílaframleiðandinn Mini
hefur nú kynnt enn eina útgáfuna af smábílnum vinsæla, í þetta skipti er það Mini
Coupe. Fyrirtækið ákvað að senda bílinn í heimsreisu og gera nokkrar stuttmyndir með hann í aðalhlutverki, víðsvegar um heiminn. Á meðal áfangastaða var Rio de Janeiro, Hong Kong og Ísland en í meðfylgjandi myndbandi má sjá þá Víking Kristjánsson og Finnboga Þorkel í hlutverki bílstjóra og puttaferðalangs.
Fréttablaðið greindi frá tökum auglýsingarinnar í mars og þá fylgdi sögunni að íslenskir leikarar hafi slegist um hlutverkin. Nú má semsagt sjá afraksturinn.
Mini fór í heimsreisu og kom við á Íslandi
Tengdar fréttir
Lék aðalhlutverkið í háleynilegri bílaauglýsingu
„Það borgar sig stundum að vera pattaralegur,“ segir Víkingur Kristjánsson, sem leikur stórt hlutverk í nýrri auglýsingu fyrir hina smávöxnu bílategund BMW-bílarisans, Mini Cooper. Auglýsingin var tekin upp hér á landi fyrir skemmstu.