Senna sló í gegn á Spa brautinni 27. ágúst 2011 22:48 Bruno Senna er með gullitaðan hjálm, rétt eins og frændi hans Ayrton var með á sínum tíma. Mynd: LAT PHOGRAPHIC/Andrew Ferraro Bruno Senna frá Brasilíu, frændi Ayrtons heitins Senna sló rækilega í gegn í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn, sem fer fram á sunnudag. Senna ók í sínu fyrsta Formúlu 1 móti með Renault og náði sjöunda besta tíma. Hann tók sæti Nick Heidfeld hjá liðinu, sem er ósáttur við að orðið að víkja og málið verður tekið fyrir í dómssal í Bretlandi þann 19. september. En árangur Senna styrkir óneitanlega afstöðu Eric Bouiller, framkvæmdarstjóra Renault sem vildi ráða Senna sem keppnisökumann í stað Heidfeld. „Þetta var auðvitað góð byrjun við erfiðar aðstæður á brautinni, en sumir aðrir ökumenn eru fljótari á þurri braut. Ég virðist vera fljótur við svona aðstæður, en það er margt sem ég þarf enn að sanna. Ég vill vera þolgóður og ef það tekst get ég skapað mér feril", sagði Senna í frétt á autosport.com, en rigning setti svip sinn á tímatökuna í dag. Senna var ökumaður Hispania liðsins í fyrra, en ráðinn varaökumaður hjá Renault í ár, en fékk keppnissætið í stað Heidfeld, þar sem sá síðarnefndi hefur ekki þótt standa sig nógu vel. „Það var stór sigur fyrir mig að komast í lokaumferð tímatökunnar. Ég vissi að ég gæti verið áræðinn, sérstaklega í síðustu hringjunum. Hafði engu að tapa. En ég vildi ekki gera mistök og lenda útaf, þannig að ég tók ekki allt úr mér eða bílnum. En ég var ákveðinn á stöðum sem það var óhætt." „Bouiller vann með mér í GP2 mótaröðinni og veit að ég get verið samkeppnisfær. Hann sýndi mér styrk þegar hann setti mig um borð í bílinn. Fyrst í formi varaökumanns og í keppnisbílinn þessa mótshelgina. Vonandi get ég gert hann stoltan. Það er sjaldgæft að fá svona tækifæri og ég gríp það föstum tökum", sagði Senna. Formúla Íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bruno Senna frá Brasilíu, frændi Ayrtons heitins Senna sló rækilega í gegn í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn, sem fer fram á sunnudag. Senna ók í sínu fyrsta Formúlu 1 móti með Renault og náði sjöunda besta tíma. Hann tók sæti Nick Heidfeld hjá liðinu, sem er ósáttur við að orðið að víkja og málið verður tekið fyrir í dómssal í Bretlandi þann 19. september. En árangur Senna styrkir óneitanlega afstöðu Eric Bouiller, framkvæmdarstjóra Renault sem vildi ráða Senna sem keppnisökumann í stað Heidfeld. „Þetta var auðvitað góð byrjun við erfiðar aðstæður á brautinni, en sumir aðrir ökumenn eru fljótari á þurri braut. Ég virðist vera fljótur við svona aðstæður, en það er margt sem ég þarf enn að sanna. Ég vill vera þolgóður og ef það tekst get ég skapað mér feril", sagði Senna í frétt á autosport.com, en rigning setti svip sinn á tímatökuna í dag. Senna var ökumaður Hispania liðsins í fyrra, en ráðinn varaökumaður hjá Renault í ár, en fékk keppnissætið í stað Heidfeld, þar sem sá síðarnefndi hefur ekki þótt standa sig nógu vel. „Það var stór sigur fyrir mig að komast í lokaumferð tímatökunnar. Ég vissi að ég gæti verið áræðinn, sérstaklega í síðustu hringjunum. Hafði engu að tapa. En ég vildi ekki gera mistök og lenda útaf, þannig að ég tók ekki allt úr mér eða bílnum. En ég var ákveðinn á stöðum sem það var óhætt." „Bouiller vann með mér í GP2 mótaröðinni og veit að ég get verið samkeppnisfær. Hann sýndi mér styrk þegar hann setti mig um borð í bílinn. Fyrst í formi varaökumanns og í keppnisbílinn þessa mótshelgina. Vonandi get ég gert hann stoltan. Það er sjaldgæft að fá svona tækifæri og ég gríp það föstum tökum", sagði Senna.
Formúla Íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira