Viðskipti erlent

Tveggja milljarða króna króna kröfur vegna hryðjuverkanna

JHH skrifar
Frá vettvani í Osló.
Frá vettvani í Osló. Mynd/ afp
Tryggingarfélögin í Noregi hafa fengið tilkynningar um meira en 1000 tjón með kröfum upp á yfir 100 milljónir norskra króna eftir hryðjuverkaárásina þann 22. júlí. Upphæðin er því yfir tveimur milljörðum íslenskra króna.

Um 150 af þessum kröfum snúast um byggingar, 60-70 um tjón á bílum en 700 þeirra eru vegna ferða- og innbústrygginga, segir í norska blaðinu Aftenposten.

Tryggingafélögin telja að enn eigi eftir að berast fjölmargara kröfur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×