Viðskipti erlent

Ungur hakkari fær starf hjá Apple

Allegra hefur gegnum tíðina valdið miklum usla innan veggja Apple.
Allegra hefur gegnum tíðina valdið miklum usla innan veggja Apple. Mynd/AFP
Unglingurinn sem skrifaði forritið JailBreakMe, sem gerir fólki kleift að „jailbreaka" ipoda og nota þannig dýr forrit án þess að borga fyrir þau, segist vera kominn með starf hjá tölvurisanum Apple.

Nicholas Allegra sem hannaði forritið segir í dag á Twitter síðu sinni „Í þarnæstu viku byrja ég að vinna fyrir Apple." Hann er 19 ára og býr í New York.

Graham Cluley, sérfræðingur í tölvumálum, segir á bloggi sínu að Allegra hafi valdið Apple töluverðum vandræðum síðustu ár. Í hvert einasta sinn sem hann fann smugu eða galla í stýrikerfi i-podsins urðu sérfræðingar Apple að hafa sig alla við til að loka á smuguna. „Í þessu tilviki er þetta spurning um, ef þú getur ekki unnið þá, gakktu til liðs við þá," segir Cluley í lok færslunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×