Íslenski boltinn

Afturelding hélt upp á bæjarhátíð með sigri á Þór/KA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Valli
Afturelding vann óvæntan 1-0 sigur á Þór/KA á Varmá í kvöld í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna en bæjarhátíð er nú í fullum gangi í Mosfellsbænum og því vel við hæfi að heimastúlkur skyldu vinna góðan sigur.

Það munaði ellefu stigum og þremur sætum á liðunum fyrir leikinn en með þessum sigri fóru Mosfellingar langt með það að bjarga sér endanlega frá falli úr deildinni. Afturelding er nú með fimmtán stig, fimm stigum meira en KR og Grindavík sem eru þessa stundina að spila á KR-vellinum.

Carla Lee skoraði eina mark leiksins strax á annarri mínútu og fleiri urðu mörkin ekki. Þetta var fyrsta mark Cörlu fyrir Aftureldingu en hún er enskur sóknarmaður sem kom í Mosfellsbæinn í júlí.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá vefsíðunni fótbolti.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×