Lífið

Veðurfréttakona hleypur langhlaup

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elísabet Margeirsdóttir hleypur á Mont Blanc í dag. Mynd/ Valli.
Elísabet Margeirsdóttir hleypur á Mont Blanc í dag. Mynd/ Valli.
Þrettán Íslendingar taka þátt í Mont Blanc hlaupinu sem hófst í morgun. Hlaupið er 112 kílómetrar og þykir mikið afrek að ljúka því. Ekki síst vegna þess í hve mikilli lofthæð er hlaupið. Veðurfréttakonan og hlaupadrottningin Elísabet Margeirsdóttir tekur þátt í hlaupinu og er nú búin að hlaupa í um þrjá tíma. Elísabet er vön hlaupakona og hljóp meðal annars Laugavegshlaupið, sem er um 54 kílómetra leið, á dögunum.

Á meðal annarra hlaupara eru Börkur Árnason og Daníel Smári Guðmundsson, sem báðir eru vel þekktir á meðal hlaupara á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.