Lífið

Drottningarnar mættu á Dill

Meðfylgjandi myndir voru teknar þegar vínframleiðandinn Foss distillery blés til veglegrar veislu á veitingastaðnum Dill í Norræna húsinu á þriðjudaginn var þar sem fyrstu afurðum fyrirtækisins var fagnað en það eru birkilíkjörinn Björk og snafsinn Birkir.

Margt var um manninn eins og myndirnar sýna og fengu gestir að bragða ýmsar útfærslur af drykkjunum.

Ómar Guðjónsson gítarleikari og Eyjólfur Þorleifsson saxófónleikari fluttu tónlist fyrir veislugesti sem brögðuðu meðal annars á Björk Royale og Björk í tonic, eða B&T, eins og margir gestanna kusu aðkalla það. Birkir Kristinsson fyrrum landsliðsmarkvörður í knattspyrnu og Björk Eiðsdóttir fjölmiðlakona brugðu skemmtilega á leik með nöfnum sínum. Drykkirnir eru afrakstur tilraunastarfsemi Ólafs Arnar Ólafssonar, formanns Vínþjónasamtaka Íslands og Gunnars Karls Gíslasonar fyrirliða íslenska kokkalandsliðsins.

Ólafur Örn og Gunnar Karl reka veitingastaðinn Dill í Norræna húsinuog hafa undanfarin ár gert ýmsar tilraunir með eiginleika íslenska birkisins í eldhúsinu á Dill. „Mig langaði að fanga upplifunina af íslenskri vornótt, augnablikið þegar það er nýstytt upp og döggin sest á birkivaxna hlíðina. Ég held að Björk og Birkir komist ansi nálægt því," segir Ólafur.

Ólafur og Gunnar Karl eru frumkvöðlar í nýnorrænni matargerðarlist á Íslandi en möguleikar íslenskra náttúruafurða eru þeirra hjartans mál. Ásamt Ólafi og Gunnari Karli standa að verkefninu feðginin Jakob Svanur Bjarnason mjólkurfræðingur og Elsa María Jakobsdóttir félagsfræðingur og fyrrum fjölmiðlakona. Birkir og Björk verða á næstu dögum fáanleg á veitingastöðum og skemmtistöðum. Auk þess verður hægt að fá drykkina í vínbúðum og fríhöfn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.