Þrír voru fluttir á slysadeild eftir að bíl var ekið á ljósastaur í Breiðholti í gærkvöldi. Slysið varð um áttaleytið en þá voru tveir ökumenn, 18 og 19 ára, í kappakstri í Arnarbakka.
Annar þeirra missti stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum en innanborðs voru þrír farþegar sem allir fóru á slysadeild, eins og áður sagði, en meiðsli þeirra eru ekki alvarleg eftir því sem best er vitað.
Í hinum bílnum voru einnig fjórir að ökumanninum meðtöldum en farþegarnir sex eru á aldrinum 15-18 ára.
Mikil mildi þykir að ekki fór verr en ljóst er að ökumennirnir stofnuðu lífi og heilsu allra í augljósan háska.
Þess má geta að banaslys varð í miðborg Reykjavíkur fyrr í mánuðinum sem talið er að megi rekja til hraðakstur. Þá lést Eyþór Darri Róbertsson, sem var tæplega tvítugur þegar hann lést.
Þess má geta að hann var jarðsunginn í Hallgrímskirkju í dag.
Þrír fluttir á sjúkrahús vegna ólöglegs kappaksturs

Tengdar fréttir

Bílvelta í Breiðholtinu - grunur leikur á háskaakstri
Bílvelta varð um klukkan átta í kvöld í Breiðholtinu, en íbúi sem tók meðfylgjandi mynd af slysinu, fullyrðir að um hraðakstur hafi verið að ræða.