Hörð átök innan Vinnslustöðvarinnar 23. ágúst 2011 17:41 Vinnslustöðin. Myndin er úr safni. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. Þar kröfðust eigendur útgerðafélagsins Stillu ehf., sem er félag í eigu bræðra frá Rifi, Guðmundar og Hjálmars Kristjánssonar, að VSV skyldi höfða skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og nokkrum núverandi og fyrrverandi stjórnarmönnum félagsins vegna kaupa VSV á 35% hlut í Ufsabergi-útgerð ehf. í Eyjum fyrir þremur árum. Tillagan var felld en það var Magnús Helgi Árnason, sem situr í stjórn VSV á vegum Stillu útgerðar, sem flutti hana. Í tilkynningu frá meirihluta eigendahópsins segir: „Þessir meðeigendur okkar hafa með ýmsu móti reynt að ná undirtökum í VSV undanfarin ár og vanda ekki meðulin til að ná settu marki. Í nóvember 2007 óskaði Hróbjartur Jónatansson, þávarandi lögmaður Guðmundar og Hjálmars, eftir hluthafafundi þar sem lagt var til að skipuð yrði rannsóknarnefnd til að kanna tiltekna þætti er vörðuðu bæði starfsemi félagsins og einstaka starfsmenn og stjórnarmenn. Magnús Helgi Árnason, sem einnig þá sat í stjórn VSV á vegum bræðranna, dró hins vegar tillöguna til baka og fundarboðið sömuleiðis. Liðu svo fjögur ár og dúkkuðu þá sumar af þessum tillögum upp á nýjan leik á aðalfundi VSV í júní 2011. Allan þennan tíma höfðu Guðmundur, Hjálmar og Magnús Helgi setið í stjórn VSV án þess að leita upplýsinga eða reyna yfirleitt að finna ásökunum sínum stað. Á stjórnarvettvangi höfðu þeir að sjálfsögðu alla möguleika á að spyrjast fyrir og afla upplýsinga.“ Því er óhætt að segja að það er mikil óeining og harðvítug átök innan Vinnslustöðvarinnar.Ufsabergi-útgerð á togarann Gullberg VE en Vinnslustöðin keypti 35 prósentu hlut í fyrirtækinu fyrir þremur árum síðan. Svo segir í yfirlýsingunni: „Vandséð er að það vaki fyrir Guðmundi og Hjálmari Kristjánssonum að styrkja og efla VSV. Slíkt verður ekki gert með því að reyna að gera mikilvægar ákvarðanir i starfsemi félagsins tortryggilegar og leitast við að skapa óróa og sundrungu í hluthafahópnum.“ Og endar yfirlýsingin á orðunum: „Stillumönnum hefur sem sagt mistekist að ná undirtökum í VSV en mér segir svo hugur um að næsta mál á dagskrá verði að krefjast þess að félaginu verði hreinlega slitið. Þannig fái þeir tækifæri til að ráðstafa þriðjungi aflaheimilda VSV, þ.e. þriðjungi þess sem eftir verður þegar Jón Bjarnason hefur hirt af okkur það sem hann og aðrir stjórnarliðar áforma að taka í ríkispottana sína til pólitískrar úthlutunar.“ Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum (VSV) hefur sent fjölmiðlum tilkynningu vegna harðvítugra átaka innan félagsins en hluthafafundur fór fram í félaginu í gær. Þar kröfðust eigendur útgerðafélagsins Stillu ehf., sem er félag í eigu bræðra frá Rifi, Guðmundar og Hjálmars Kristjánssonar, að VSV skyldi höfða skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og nokkrum núverandi og fyrrverandi stjórnarmönnum félagsins vegna kaupa VSV á 35% hlut í Ufsabergi-útgerð ehf. í Eyjum fyrir þremur árum. Tillagan var felld en það var Magnús Helgi Árnason, sem situr í stjórn VSV á vegum Stillu útgerðar, sem flutti hana. Í tilkynningu frá meirihluta eigendahópsins segir: „Þessir meðeigendur okkar hafa með ýmsu móti reynt að ná undirtökum í VSV undanfarin ár og vanda ekki meðulin til að ná settu marki. Í nóvember 2007 óskaði Hróbjartur Jónatansson, þávarandi lögmaður Guðmundar og Hjálmars, eftir hluthafafundi þar sem lagt var til að skipuð yrði rannsóknarnefnd til að kanna tiltekna þætti er vörðuðu bæði starfsemi félagsins og einstaka starfsmenn og stjórnarmenn. Magnús Helgi Árnason, sem einnig þá sat í stjórn VSV á vegum bræðranna, dró hins vegar tillöguna til baka og fundarboðið sömuleiðis. Liðu svo fjögur ár og dúkkuðu þá sumar af þessum tillögum upp á nýjan leik á aðalfundi VSV í júní 2011. Allan þennan tíma höfðu Guðmundur, Hjálmar og Magnús Helgi setið í stjórn VSV án þess að leita upplýsinga eða reyna yfirleitt að finna ásökunum sínum stað. Á stjórnarvettvangi höfðu þeir að sjálfsögðu alla möguleika á að spyrjast fyrir og afla upplýsinga.“ Því er óhætt að segja að það er mikil óeining og harðvítug átök innan Vinnslustöðvarinnar.Ufsabergi-útgerð á togarann Gullberg VE en Vinnslustöðin keypti 35 prósentu hlut í fyrirtækinu fyrir þremur árum síðan. Svo segir í yfirlýsingunni: „Vandséð er að það vaki fyrir Guðmundi og Hjálmari Kristjánssonum að styrkja og efla VSV. Slíkt verður ekki gert með því að reyna að gera mikilvægar ákvarðanir i starfsemi félagsins tortryggilegar og leitast við að skapa óróa og sundrungu í hluthafahópnum.“ Og endar yfirlýsingin á orðunum: „Stillumönnum hefur sem sagt mistekist að ná undirtökum í VSV en mér segir svo hugur um að næsta mál á dagskrá verði að krefjast þess að félaginu verði hreinlega slitið. Þannig fái þeir tækifæri til að ráðstafa þriðjungi aflaheimilda VSV, þ.e. þriðjungi þess sem eftir verður þegar Jón Bjarnason hefur hirt af okkur það sem hann og aðrir stjórnarliðar áforma að taka í ríkispottana sína til pólitískrar úthlutunar.“
Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Krefjast rannsóknar hjá Vinnslustöðinni SjávarútvegurEigendur þriðjungshlutar í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum hafa krafist þess að farið verði í ítarlega rannsókn á starfsemi fyrirtækisins og að höfðað verði skaðabótamál gegn framkvæmdastjóra og stjórnarmönnum. 29. júlí 2011 07:30