Montgomerie dreymir um sæti í Ryder-liði Evrópu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2011 20:30 Montgomerie, sem er orðinn 48 ára, hefur lent í öðru sæti á þremur af fjórum stórmótunum í golfi. Nordic Photos/AFP Skoska kylfinginn Colin Montgomerie dreymir um að spila eitt skipti enn fyrir hönd Evrópu í Ryder-bikarnum. Sex ár eru síðan Montgomerie spilaði síðast fyrir Evrópu en hann á að baki átta keppnir fyrir hönd álfu sinnar. Þá var hann fyrirliði Ryder-liðsins í fyrra. Evrópa sigraði Bandaríkin á Celtic Manor vellinum í Wales á síðasta ári. Sem fyrirliði hafði Montgomerie umsjón með valinu á liði Evrópu og röðun leikmanna í einvígin gegn Bandaríkjunum. Nú vill Montgomerie fá að spila á nýjan leik. „Það væri frábært að fá að spila einu sinni í viðbót en ég verð að spila stórkostlega allt árið til þess að eiga möguleika," segir Montgomerie. Fyrirliði Evrópu er Spánverjinn Jose Maria Olazabal sem segir undir leikmönnum komið hvort þeir komist í liðið eða ekki. „Þetta er rétt að byrja. Undankeppnin byrjar í þessari viku. Ég ræð þessu ekki, strákarnir ráða þessu sjálfir. Þeir verða að spila frábært golf. Það er erfitt að komast í liðið og til þess að geta það þurfa þeir að spila mjög, mjög vel," sagði Olazabal. Johnnie Walker Championship-mótið fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi um helgina. Mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Montgomerie er meðal þátttakenda. Montgomerie er ekki lengur meðal efstu 50 kylfinga á heimslistanum en þeir fá sjálfkrafa þátttökurétt á stærstu mótum ársins. „Ef þú ert ekki meðal 50 efstu ertu á hælunum og staðan er erfið. Þetta er svipað og fyrir félög í ensku úrvalsdeildinni með ekkert fjármagn. Næstum ómögulegt," sagði Montgomerie sem virðist fylgjast vel með gangi mála í enska boltanum. „Þú þarft að vinna fjögur eða fimm mót til þess að sanna fyrir fyrirliðanum að þú sért að spila vel og vinna mót. Þá áttu möguleika á að verða valinn beint af fyrirliðanum," sagði Skotinn geðþekki. Golf Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Skoska kylfinginn Colin Montgomerie dreymir um að spila eitt skipti enn fyrir hönd Evrópu í Ryder-bikarnum. Sex ár eru síðan Montgomerie spilaði síðast fyrir Evrópu en hann á að baki átta keppnir fyrir hönd álfu sinnar. Þá var hann fyrirliði Ryder-liðsins í fyrra. Evrópa sigraði Bandaríkin á Celtic Manor vellinum í Wales á síðasta ári. Sem fyrirliði hafði Montgomerie umsjón með valinu á liði Evrópu og röðun leikmanna í einvígin gegn Bandaríkjunum. Nú vill Montgomerie fá að spila á nýjan leik. „Það væri frábært að fá að spila einu sinni í viðbót en ég verð að spila stórkostlega allt árið til þess að eiga möguleika," segir Montgomerie. Fyrirliði Evrópu er Spánverjinn Jose Maria Olazabal sem segir undir leikmönnum komið hvort þeir komist í liðið eða ekki. „Þetta er rétt að byrja. Undankeppnin byrjar í þessari viku. Ég ræð þessu ekki, strákarnir ráða þessu sjálfir. Þeir verða að spila frábært golf. Það er erfitt að komast í liðið og til þess að geta það þurfa þeir að spila mjög, mjög vel," sagði Olazabal. Johnnie Walker Championship-mótið fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi um helgina. Mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Montgomerie er meðal þátttakenda. Montgomerie er ekki lengur meðal efstu 50 kylfinga á heimslistanum en þeir fá sjálfkrafa þátttökurétt á stærstu mótum ársins. „Ef þú ert ekki meðal 50 efstu ertu á hælunum og staðan er erfið. Þetta er svipað og fyrir félög í ensku úrvalsdeildinni með ekkert fjármagn. Næstum ómögulegt," sagði Montgomerie sem virðist fylgjast vel með gangi mála í enska boltanum. „Þú þarft að vinna fjögur eða fimm mót til þess að sanna fyrir fyrirliðanum að þú sért að spila vel og vinna mót. Þá áttu möguleika á að verða valinn beint af fyrirliðanum," sagði Skotinn geðþekki.
Golf Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira