Montgomerie dreymir um sæti í Ryder-liði Evrópu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2011 20:30 Montgomerie, sem er orðinn 48 ára, hefur lent í öðru sæti á þremur af fjórum stórmótunum í golfi. Nordic Photos/AFP Skoska kylfinginn Colin Montgomerie dreymir um að spila eitt skipti enn fyrir hönd Evrópu í Ryder-bikarnum. Sex ár eru síðan Montgomerie spilaði síðast fyrir Evrópu en hann á að baki átta keppnir fyrir hönd álfu sinnar. Þá var hann fyrirliði Ryder-liðsins í fyrra. Evrópa sigraði Bandaríkin á Celtic Manor vellinum í Wales á síðasta ári. Sem fyrirliði hafði Montgomerie umsjón með valinu á liði Evrópu og röðun leikmanna í einvígin gegn Bandaríkjunum. Nú vill Montgomerie fá að spila á nýjan leik. „Það væri frábært að fá að spila einu sinni í viðbót en ég verð að spila stórkostlega allt árið til þess að eiga möguleika," segir Montgomerie. Fyrirliði Evrópu er Spánverjinn Jose Maria Olazabal sem segir undir leikmönnum komið hvort þeir komist í liðið eða ekki. „Þetta er rétt að byrja. Undankeppnin byrjar í þessari viku. Ég ræð þessu ekki, strákarnir ráða þessu sjálfir. Þeir verða að spila frábært golf. Það er erfitt að komast í liðið og til þess að geta það þurfa þeir að spila mjög, mjög vel," sagði Olazabal. Johnnie Walker Championship-mótið fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi um helgina. Mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Montgomerie er meðal þátttakenda. Montgomerie er ekki lengur meðal efstu 50 kylfinga á heimslistanum en þeir fá sjálfkrafa þátttökurétt á stærstu mótum ársins. „Ef þú ert ekki meðal 50 efstu ertu á hælunum og staðan er erfið. Þetta er svipað og fyrir félög í ensku úrvalsdeildinni með ekkert fjármagn. Næstum ómögulegt," sagði Montgomerie sem virðist fylgjast vel með gangi mála í enska boltanum. „Þú þarft að vinna fjögur eða fimm mót til þess að sanna fyrir fyrirliðanum að þú sért að spila vel og vinna mót. Þá áttu möguleika á að verða valinn beint af fyrirliðanum," sagði Skotinn geðþekki. Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Panathinaikos | Söguleg stund í Helsinki Fótbolti Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Handbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Skoska kylfinginn Colin Montgomerie dreymir um að spila eitt skipti enn fyrir hönd Evrópu í Ryder-bikarnum. Sex ár eru síðan Montgomerie spilaði síðast fyrir Evrópu en hann á að baki átta keppnir fyrir hönd álfu sinnar. Þá var hann fyrirliði Ryder-liðsins í fyrra. Evrópa sigraði Bandaríkin á Celtic Manor vellinum í Wales á síðasta ári. Sem fyrirliði hafði Montgomerie umsjón með valinu á liði Evrópu og röðun leikmanna í einvígin gegn Bandaríkjunum. Nú vill Montgomerie fá að spila á nýjan leik. „Það væri frábært að fá að spila einu sinni í viðbót en ég verð að spila stórkostlega allt árið til þess að eiga möguleika," segir Montgomerie. Fyrirliði Evrópu er Spánverjinn Jose Maria Olazabal sem segir undir leikmönnum komið hvort þeir komist í liðið eða ekki. „Þetta er rétt að byrja. Undankeppnin byrjar í þessari viku. Ég ræð þessu ekki, strákarnir ráða þessu sjálfir. Þeir verða að spila frábært golf. Það er erfitt að komast í liðið og til þess að geta það þurfa þeir að spila mjög, mjög vel," sagði Olazabal. Johnnie Walker Championship-mótið fer fram á Gleneagles-vellinum í Skotlandi um helgina. Mótið er hluti af evrópsku mótaröðinni. Montgomerie er meðal þátttakenda. Montgomerie er ekki lengur meðal efstu 50 kylfinga á heimslistanum en þeir fá sjálfkrafa þátttökurétt á stærstu mótum ársins. „Ef þú ert ekki meðal 50 efstu ertu á hælunum og staðan er erfið. Þetta er svipað og fyrir félög í ensku úrvalsdeildinni með ekkert fjármagn. Næstum ómögulegt," sagði Montgomerie sem virðist fylgjast vel með gangi mála í enska boltanum. „Þú þarft að vinna fjögur eða fimm mót til þess að sanna fyrir fyrirliðanum að þú sért að spila vel og vinna mót. Þá áttu möguleika á að verða valinn beint af fyrirliðanum," sagði Skotinn geðþekki.
Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Panathinaikos | Söguleg stund í Helsinki Fótbolti Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Handbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira