„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik, en þetta fór að ganga betur í þeim síðari,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld.
„Þeir voru virkilega skipulagði í fyrri hálfleiknum og við áttum erfitt með að brjóta þá á bak aftur. Í seinni hálfleik spiluðum við betur, boltinn gekk hraðar og við unnum fínan sigur“.
FH-ingar hafa leikið vel í sumar þegar liðið missir mann af velli og náð í mörg stig 10 gegn 11.
„Við virðumst detta almennilega í gang þegar við missum mann af velli, en ég vill samt meina að FH-liðið sé einnig betra en Þór 11 gegn 11“.
