Valskonur bikarmeistarar þriðja árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 20. ágúst 2011 10:33 Mynd/Valli Valskonur eru bikarmeistarar þriðja árið í röð og í þrettánda skiptið frá upphafi eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleik Valitors-bikarsins á Laugardalsvellinum í dag. Reynsluboltarnir Rakel Logadóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skoruðu mörk Valsliðsins í leiknum og Meagan McCray hélt marki sínu hreinu eins og í öllum hinum bikarleikjum liðsins í sumar. Valsliðið fékk draumabyrjun og komst yfir á 3. mínútu, KR-liðið vann sig inn í leikinn og endaði fyrri hálfleikinn vel en í seinni hálfleik var aldrei vafi um að bikarinn væri á leiðinni á Hlíðarenda. KR-konur vissu að þær þurftu að byrja vel til þess að eiga möguleika en svo fór nú ekki. Caitlin Miskel fékk dauðafæri eftir fyrirgjöf Rakelar Logadóttur eftir rúma mínútu og á næstu mínútu var staðan orðin 1-0. Rakel Logadóttir skoraði þá með skoti úr teignum eftir flottan undirbúning Hólmafríðar Magnúsdóttur. Hólmfríður fór illa með hægri bakvörð KR-liðsins og lagði hann út í teiginn á Rakel sem átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Það bjuggust eflaust allir við að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir Valsliðið eftir slíka draumabyrjun en KR-stelpurnar voru hinsvegar lausar við skrekkinn og áttu síðan eftir að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir fékk reyndar tvö ágæt færi eftir hraðar sóknir Vals en þegar á leið hálfleikinn datt allt spil úr leik Valsliðsins og það nýttu Vesturbæingar sér vel. KR-konur fengu meira sjálfstraust með hverri mínútu og á lokamínútum hálfleiksins voru þær nokkrum sinnum mjög nálægt að jafna leikinn sérstaklega eftir stórhættulegar hornspyrnur Sigrúnar Ingu Ólafsdóttur. Valskonan Kristín Ýr Bjarnadóttir fékk reyndar tvö úrvals skotfæri í teignum á þessum kafla en bæði skotin hennar voru keimlík og fóru framhjá fjærstönginni. Hlutirnir féllu ekki alveg fyrir Kristínu í hálfleiknum því hún skoraði líka mark sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu. Í stað þess að gera út um leikinn með því að skora úr þessum ágætu færum gátu Valskonur síðan þakkað fyrir að vera enn yfir þegar þær gengu til hálfleiks. Valsiðið náði að endurskipuleggja leik sinn í hálfleiknum og það var allt annað að sjá til þeirra í upphafi seinni hálfleiksins. Kristín Ýr Bjarnadóttir átti bæði langskot í stöngina og skot framhjá úr dauðafæri áður en henni tókst loksins að skora og koma Val í 2-0 59. mínútu. Kristín Ýr skallaði þá boltann glæsilega í markið eftir flotta fyrirgjöf frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Kristín Ýr var nærri því búin að skora annað skallamark þremur mínútum síðar en Petra Lind Sigurðardóttir varði mjög vel í KR-markinu. Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari KR, gerði strax tvær breytingar eftir að Valur komst í 2-0 en það breytti litlu og Valskonur voru með þetta í hendi sér það sem eftir var leiksins. Hér fyrir neðan má hjá textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum.KR - Valur 0-2Mörkin: 0-1 Rakel Logadóttir (3.) 0-2 Kristín Ýr BJarnadóttir (59.)Tölfræðin: Skot (á mark) 11-18 (6-8) Varin skot: Petra Lind 6 - Meagan 5 Horn: 6-2 Aukaspyrnur fengnar: 14-7 Rangstöður: 1-4 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Valskonur eru bikarmeistarar þriðja árið í röð og í þrettánda skiptið frá upphafi eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleik Valitors-bikarsins á Laugardalsvellinum í dag. Reynsluboltarnir Rakel Logadóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skoruðu mörk Valsliðsins í leiknum og Meagan McCray hélt marki sínu hreinu eins og í öllum hinum bikarleikjum liðsins í sumar. Valsliðið fékk draumabyrjun og komst yfir á 3. mínútu, KR-liðið vann sig inn í leikinn og endaði fyrri hálfleikinn vel en í seinni hálfleik var aldrei vafi um að bikarinn væri á leiðinni á Hlíðarenda. KR-konur vissu að þær þurftu að byrja vel til þess að eiga möguleika en svo fór nú ekki. Caitlin Miskel fékk dauðafæri eftir fyrirgjöf Rakelar Logadóttur eftir rúma mínútu og á næstu mínútu var staðan orðin 1-0. Rakel Logadóttir skoraði þá með skoti úr teignum eftir flottan undirbúning Hólmafríðar Magnúsdóttur. Hólmfríður fór illa með hægri bakvörð KR-liðsins og lagði hann út í teiginn á Rakel sem átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Það bjuggust eflaust allir við að eftirleikurinn yrði auðveldur fyrir Valsliðið eftir slíka draumabyrjun en KR-stelpurnar voru hinsvegar lausar við skrekkinn og áttu síðan eftir að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn. Hólmfríður Magnúsdóttir fékk reyndar tvö ágæt færi eftir hraðar sóknir Vals en þegar á leið hálfleikinn datt allt spil úr leik Valsliðsins og það nýttu Vesturbæingar sér vel. KR-konur fengu meira sjálfstraust með hverri mínútu og á lokamínútum hálfleiksins voru þær nokkrum sinnum mjög nálægt að jafna leikinn sérstaklega eftir stórhættulegar hornspyrnur Sigrúnar Ingu Ólafsdóttur. Valskonan Kristín Ýr Bjarnadóttir fékk reyndar tvö úrvals skotfæri í teignum á þessum kafla en bæði skotin hennar voru keimlík og fóru framhjá fjærstönginni. Hlutirnir féllu ekki alveg fyrir Kristínu í hálfleiknum því hún skoraði líka mark sem réttilega var dæmt af vegna rangstöðu. Í stað þess að gera út um leikinn með því að skora úr þessum ágætu færum gátu Valskonur síðan þakkað fyrir að vera enn yfir þegar þær gengu til hálfleiks. Valsiðið náði að endurskipuleggja leik sinn í hálfleiknum og það var allt annað að sjá til þeirra í upphafi seinni hálfleiksins. Kristín Ýr Bjarnadóttir átti bæði langskot í stöngina og skot framhjá úr dauðafæri áður en henni tókst loksins að skora og koma Val í 2-0 59. mínútu. Kristín Ýr skallaði þá boltann glæsilega í markið eftir flotta fyrirgjöf frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Kristín Ýr var nærri því búin að skora annað skallamark þremur mínútum síðar en Petra Lind Sigurðardóttir varði mjög vel í KR-markinu. Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari KR, gerði strax tvær breytingar eftir að Valur komst í 2-0 en það breytti litlu og Valskonur voru með þetta í hendi sér það sem eftir var leiksins. Hér fyrir neðan má hjá textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum.KR - Valur 0-2Mörkin: 0-1 Rakel Logadóttir (3.) 0-2 Kristín Ýr BJarnadóttir (59.)Tölfræðin: Skot (á mark) 11-18 (6-8) Varin skot: Petra Lind 6 - Meagan 5 Horn: 6-2 Aukaspyrnur fengnar: 14-7 Rangstöður: 1-4
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira