Íslenski boltinn

Stjarnan sjöunda félagið sem verður Íslandsmeistari hjá konunum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
Stjörnukonur fögnuðu fyrsta Íslandsmeistaratitli félagsins eftir 3-0 sigur á Aftureldingu í gær. Stjarnan er sjöunda félagið sem nær að verða Íslandsmeistari kvenna í fótbolta en það eru liðin 18 ár síðan að nýtt nafn var skrifað á bikarinn.

KR vann Íslandsbikarinn í fyrsta skiptið árið 1993 og varð þá sjötta félagið til að vinna hann en síðan hafa bara Breiðablik (6 sinnum), Valur (6 sinnum) og KR (6 sinnum) unnið Íslandsmeistaratitilinn hjá konunum.

Stjarnan hefur unnið þrettán leiki í röð í Pepsi-deild kvenna og náð í 45 af 48 mögulegum stigum í deildinni í sumar. Þær eru því búnar að tryggja sér titilinn þótt að það eigi enn eftir að spila tvær umferðir af mótinu.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Stjörnunnar og Aftureldingar á Stjörnuvellinum í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×