Sport

Fyrrum Ólympíumeistari í fimleikum lamdi leigubílstjóra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hamm var mjög sigursæll á ÓL í Aþenu árið 2004.
Hamm var mjög sigursæll á ÓL í Aþenu árið 2004.
Paul Hamm, fyrrum Ólympíumeistari í fimleikum, hefur verið kærður fyrir líkamsárás. Honum er gefið að sök að hafa lamið og sparkað í leigubílstjóra í Bandaríkjunum.

Hamm var talsvert við skál og lá frekar illa á honum. Hann neitaði að greiða fyrir farið og það endaði með því að Hamm lamdi bílstjórann.

Hann var í kjölfarið handtekinn og það kunni Hamm illa að meta. Lenti hann þá í heiftarlegu rifrildi við lögregluna þar sem Hamm hótaði meðal annars að drepa lögreglumennina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×