Handbolti

Dagný Skúladóttir valin á ný í kvennalandsliðið í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Skúladóttir (númer 9 í miðjunni) fagnar Íslandsmeistaratitlinum í vor.
Dagný Skúladóttir (númer 9 í miðjunni) fagnar Íslandsmeistaratitlinum í vor. Mynd/Daníel
Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna hefur valið 17 leikmenn til að taka þátt í æfingarmóti í Póllandi helgina 23.-25. September. Liðið leikur þar við Holland, Pólland og Tékkland og er leikið í borginni Chorzow.

Ágúst kallar aftur á Valskonuna Dagnýju Skúladóttur sem hefur ekki verið með landsliðinu síðan í júní 2009. Dagný á að baki 82 A-landsleiki og tók aftur fram skóna með Íslandsmeisturum Vals á síðasta tímabili. Dagný er ein af sex Valskonum sem eru í hópnum að þessu sinni.

Framarinn Birna Berg Haraldsdóttir, markvörður ÍBV í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, er eini nýliðinn í hópnum en hún var kosin efnilegasti leikmaðurinn í N1 deild kvenna á síðustu leiktíð.

Íslensku stelpurnar eru að hefja undirbúning sinn fyrir undankeppni EM sem hefst í október sem og fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu sem fer fram í desember.

Íslenski landsliðshópurinn:

Markverðir:   

Guðný Jenny Ásmundsdóttir    Valur

Guðrún Ósk Maríasdóttir    Fram

    

Aðrir leikmenn:   

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir    Valur

Arna Sif Pálsdóttir    Aalborg DH

Ásta Birna Gunnarsdóttir    Fram

Birna Berg Haraldsdóttir    Fram

Brynja Magnúsdóttir    HK

Dagný Skúladóttir    Valur

Hanna Guðrún Stefánsdóttir    Stjarnan

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir    Valur

Karen Knútsdóttir    HSG Blomberg-Lippe

Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir    Valur

Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði    Levanger HK

Rut Jónsdóttir    Team Tvis Holstebro

Stella Sigurðardóttir    Fram

Þórey Rósa Stefánsdóttir    Team Tvis Holstebro

Þorgerður Anna Atladóttir    Valur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×