Viðskipti innlent

Turner kaupir Latabæ - Magnús enn við stjórnvölinn

Samningar hafa tekist um kaup fjölmiðlarisans Turner Broadcasting á Latabæ, hugarfóstri Magnúsar Scheving. Breska blaðið Guardian segir frá málinu en þar kemur fram að samningurinn sé metinn á fimmtán milljónir punda, eða um 2,7 milljarða íslenskra króna.

Turner, sem á barnarásirnar Cartoon Network og Bommerang, meðal annars, ætlar að hefja framleiðslu á nýrri seríu af þáttunum sem farið hafa sigurför um heiminn. Þá kemur enn fremur fram að Magnús Scheving verði áfram við stjórnvölinn hjá Latabæ og að nýja þáttaröðin verði framleitt hér á landi.

Stjórn Latabæjar hefur leitað að erlendum fjárfestum frá því að endurskipulagningu lauk, með það að markmiði að gera Latabæ kleift að vaxa. Við endurskipulagningu eignuðust kröfuhafar 60% hlutafjár í félaginu. Magnús Scheving, stofnandi og forstjóri félagsins, og eiginkona hans Ragnheiður Melsteð héldu þá um 40% hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×