Lífið

Hildur Líf: Beðin um að farða áverka eftir Litháa

Vísir sýnir hér brot úr viðtali sem Nilli, einn liðsmanna þáttarins Týnda kynslóðin, tók við Hildi Líf fyrr í vikunni. Hildur vakti mikla athygli fyrir vitnisburð sinn í Black Pistons málinu svokallaða í héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku.

"Er það ráðlegt, þegar um gróft ofbeldi er að ræða, að áverkarnir séu huldir áður en farið er til lögreglu?" spyr Nilli meðal annars.

"Nei. Það sem var sagt við mig ... Ég var beðin um að farða áverkana eftir Litháa. Og ég gerði það til að hjálpa fórnarlambinu, sem ég kannaðist lauslega við," svarar Hildur Líf.

Viðtalið verður sýnt í heild sinni í þættinum Týnda kynslóðin, sem er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 á föstudaginn klukkan 19.20. Aðalgestir þáttarins eru Egill Ólafsson og leikarinn Jóhann G. Jóhannsson, Jói G.

Þátturinn er einnig sýndur beint hér á Vísi og er hægt að nálgast hann á Vísir Sjónvarp í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.