„Þetta var algjör vinnusigur og virkilega mikilvægur fyrir liðið," sagði Hjörtur Logi Valgarðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í kvöld.
„Það er frábært fyrir liðið að fá fyrstu þrjú stigin í hús og í raun alveg nauðsynlegt".
„Við byrjuðum ágætlega í kvöld og síðan förum við að bakka heldur mikið til baka þegar líður á leikinn".
„Það sem stóð uppúr er að við vörðumst vel í kvöld og allir lögðu sig hundrað prósent fram og það skilaði okkur þessum sigri".
