Lífið

Útlitið er ekki allt

Söngkonan Adele, 23 ára, prýðir forsíðu breska tímaritsins Vogue í október.

Í blaðinu er hún spurð út í útlitsdýrkunina í poppbransanum: Ég hef hitt fólk sem lætur útlitið alfarið stjórna lífinu. Sumt fólk er með á heilanum að létta sig eða láta stækka brjóstin á sér, þannig gerir það lítið úr sjálfu sér. Ég ætla aldrei að láta útlitið stjórna mínu lífi.

Spurð út í barneignir segir söngkonan: Mér hefur alltaf gengið betur að umgangast stráka. Flestir vina minna eru strákar. Ef ég eignast börn vil ég eignast fimm drengi því þeir elska mæður sínar en stelpur geta verið svo grimmar við hvor aðra.

Hér má sjá Adele svara 5 spurningum/USA Today - skemmtileg, hæfileikarík stelpa!







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.