Lífið

Þökkuðu fyrir stuðninginn á Patró

Á annan veg var forsýnd á Patró um helgina í hinu rómaða Skjaldborgarbíói. Stór hluti tökuliðs og leikara lagði leið sína vestur og skemmtu sér konunglega ásamt heimafólki, en aðstandendur myndarinnar nutu ómælds stuðnings frá heimafólki við tökurnar í fyrra.

Ísland í dag skellti sér á forsýninguna og tók viðtöl við aðalleikara og aðstandendur myndarinnar eins og sjá má í innslaginu hér fyrir ofan.

Mjög góður rómur var gerður að myndinni en að sýningu lokinni fjölmennti liðið á Sjóræningjahúsið og gerði sér heldur betur glaðan dag. Það lítur því út fyrir að landsmenn eigi gott í vændum en Á annan veg verður tekin til sýninga á morgun, 2. september. Hún verður sýnd í Háskólabíói, Smárabíói og Borgarbíói Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.