Viðskipti erlent

Gríska ríkisstjórnin á neyðarfundi

George Papandreu forsætisráðherra.
George Papandreu forsætisráðherra.
Gríska ríkisstjórnin kom í morgun saman á neyðarfundi en ótti manna um að ríkið verði gjaldþrota fer nú vaxandi með hverjum deginum sem líður. George Papandreu aflýsti í gær ferð sem hann ætlaði að fara til Bandaríkjanna til þess að vera viðstaddur aðalþing Sameinuðu Þjóðanna og fund hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Neyðarfundurinn snerist um nýjar niðurskurðartillögur sem miða að því að tryggja Grikkjum frekari lánveitingar en gríska dagblaðið To Vima fullyrðir að lánadrottnar landsins hafi sett ný skilyrði fyrir frekari lánum, meðal annars, að segja þurfi upp 20 þúsund ríkisstarfsmönnum. Leiðtogar á evrusvæðinu munu ákveða í Október hvort Grikkjum verði veitt frekari lánafyrirgreiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×