Viðskipti erlent

Fjarlægðu „gyðinga-app“ úr iPhone

Parlez vous francais?
Parlez vous francais? mynd úr safni
Tölvurisinn Apple hefur látið fjarlægja smárforrit úr iPhone-símanum í Frakklandi en það ber yfirskriftina: „Gyðingur eða ekki Gyðingur.“

Með forritinu var hægt að athuga hvort stjörnur og opinberar persónu væru gyðingatrúar eður ei en yfir 3500 nöfn voru skráð í gagnabankann. Samtök gegn rasisma bentu á að forritið stangaðist á við frönsk lög - ekki væri leyfilegt að taka persónulegar upplýsingar um fólk án samþykkis.

Forritarinn sem hannaði forritið er sjálfur gyðingur og sagði hann við franska fjölmiðla að forritið hafi einungis verið ætlað til afþreyingar. Ekki væri neitt ósiðlegt við forritið og hægt væri hægt að nálgast það í flestum löndum.

Frakkar innleidu lög eftir síðari heimstyrjöldina sem meina að veita upplýsingar um trúarskoðanir fólks.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×