Fótbolti

Ronaldo segist vera fórnarlamb eigin útlits og velgengni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo við markaðsstörf í síðustu viku.
Cristiano Ronaldo við markaðsstörf í síðustu viku. Nordic Photos / Getty Images
Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, var ekki sáttur við þá meðhöndlun sem hann fékk bæði frá leikmönnum Dinamo Zagreb í gær sem og dómara leiksins, hinum norska Svein Oddvar Moen.

„Sumir dómarar leyfa leikmönnum að komast upp með það sem leikmenn Dinamo gerðu mér í dag,“ sagði Ronaldo og hafði vissulega nokkuð til síns máls. Hann var tæklaður nokkuð illa nokkrum sinnum í leiknum og einu svo illa að hann fékk skurð sem þurfti að sauma með þremur sporum eftir leik.

Og kappinn er með skýringarnar á tæru. „Ég held að það sé vegna þess að ég er ríkur, myndarlegur og frábær leikmaður,“ sagði hann. „Þeir öfunda mig. Það er eina skýringin.“

„Við erum ánægðir með stigin þrjú sem við tóku en ég er ekki ánægður með dómgæsluna. Ég vona að við fáum þennan dómara aldrei aftur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×