Lífið

Sýnir aldrei kvikmyndir sínar nema að vera sjálfur í salnum

Crispin Glover kemur sjálfur með filmurnar og flytur síðan leikverk og situr fyrir svörum eftir sýningarnar.
Crispin Glover kemur sjálfur með filmurnar og flytur síðan leikverk og situr fyrir svörum eftir sýningarnar.
Bandaríska stjarnan, költleikarinn og kvikmyndargerðarmaðurinn Crispin Glover verður viðstaddur sýningu á tveimur mynda sinna í Bíó Paradís um helgina.

Crispin er vægast sagt óhefðbundin stærð í Hollywood þar sem hann hefur nýtt leikaralaun sín úr stórmyndum til að fjármagna sínar eigin óháðu myndir. Sú fyrsta, What is it?, kom út árið 2005 og er nánast einungis skipuð leikurum með Downs-heilkenni. It is Fine. Everything is Fine! kom síðan út árið 2007. Þær verða báðar sýndar í Bíó Paradís um helgina.

Myndum Crispins er ekki dreift í kvikmyndahús samkvæmt reglubundnu dreifingarkerfi. Þær eru ekki heldur gefnar út á DVD eða neinu hliðstæðu formi. Þær eingöngu sýndar í kvikmyndasölum að viðstöddum höfundinum sem ferðast þá sjálfur með filmurnar. Að lokinni sýningu bíður leikstjórinn því alltaf uppá spurningar úr sal og áritar bækur sínar, líkt og í Bíó Paradís um helgina. Hann mun einnig flytja eigið leikverk sem byggir á bókum eftir sig og nefnist Crispin Hellion Glover's Big Slide Show.

Crispin varð fyrst þekktur þegar hann fór með hlutverk Georg McFly í fyrstu Back to the Future-myndinni. Hann neitaði síðan að taka þátt í framhaldsmyndinni og vann mál gegn Steven Spielberg, framleiðanda myndanna þegar myndbrot af honum voru notuð í Back to the Future II. Crispin lék einnig í The Doors, Wild at Heart, What's Eating Gilbert Grape?, The People vs. Larry Flint, Charlie's Angels og nú síðast Alice in Wonderland.

Nánari upplýsingar um sýningarnar er að finna hér á midi.is og á bioparadis.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.