Fótbolti

Guardiola: Bolt hefði ekki einu sinni getað náð Pato

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexandre Pato fagnar hér marki sínu á móti Barcelona í gær.
Alexandre Pato fagnar hér marki sínu á móti Barcelona í gær. Mynd/AP
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, tók upp hanskann fyrir varnarlínu sína eftir 2-2 jafntefli við AC Milan í Meistaradeildinni í gær. Varnarmenn liðsins voru eins og áhorfendur þegar Brasilíumaðurinn Alexandre Pato skoraði fyrsta mark liðsins eftir aðeins 24 sekúndur.

Það hafa fjórir verið fljótari að skora í sögu Meistaradeildarinnar og aldrei hefur mark verið skorað svona snemma í fyrstu umferð keppninnar.

„Usain Bolt hefði ekki einu sinni getað stoppað Pato Ég vildi að mínir leikmenn gætu hlaupið eins og hann," sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Það var ýmislegt sem féll ekki með okkur en það eina sem við getum gert er að óska AC Milan og Pato til hamingju með þetta," sagði Guardiola.





Alexandre Pato skorar markið sitt.Mynd/AP
Guardiola ákvað að byrja með "miðjumennina" Sergio Busquets og Javier Mascherano miðvarðarstöðunum þrátt fyrir að fyrirliðinn Carles Puyol hafði verið leikfær. Barca saknar mikið

spænska landsliðsmiðvarðarins Gerard Pique sem er meiddur.

Busquets og Mascherano voru eins og áhorfendur þegar Pato hljóp auðveldlega í gegnum Barcelona-vörnina.

„Þið vitið það þegar að ég get aldrei efast um þessa leikmenn. Ef þeir hafa sýnt mér eitthvað þá er það að það kemst enginn nálægt þeim í vinnusemi," sagði Guardiola.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×