Viðskipti erlent

Vísitölur lækkuðu í morgun

Flestar vísitölur lækkuðu við opnun markaða í Evrópu í morgun. FTSE vísitalan í London lækkaði um hálft prósent, í Frakklandi lækkaði CAC vísitalan um eitt og hálft prósent og í Frankfurt fór DAX vísitalan niður um 1,2 prósent.

Fjárfestar bíða nú eftir símafundi sem haldinn verður síðar í dag þar sem Papandreu forsætisráðherra Grikklands ræðir við Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Sarkozy Frakklandsforseta. Þar verður rætt um skuldavanda Grikkja en vaxandi líkur eru nú taldar á því að landið verði gjaldþrota.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×