Viðskipti erlent

Moody's lækkar lánshæfi franskra banka

Matsfyrirtækið Moodys hefur lækkað lánshæfi tveggja franskra banka, Credit Acricole og Societe Generale, en sérfræðingar óttast að bankarnir séu illa staddir vegna mikillar lánafyrirgreiðslu til Grikklands. Hlutabréf í bönkunum hafa fallið um 60 og 65 prósent frá því í febrúar og þriðji bankinn, BNP Paribas hefur lækkað um 53 prósent. Moodys ákvað að lækka ekki einkun þess banka en segir þó líkur á lækkun í nánustu framtíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×