Skýrt hlutverk Jón Gnarr skrifar 13. september 2011 10:41 Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, virðist hafa sérkennilegan skilning á hlutverki borgarstjóra og embætti borgarritara sem auglýst var nú um helgina. Mér finnst rétt að leiðrétta þennan misskilning. Hanna Birna heldur því fram í fréttum um helgina að borgarkerfið sé að þenjast út. Ekkert er jafn fjarri sannleikanum. Hún misskilur eitthvað þar. Veit hún ekki betur eða er hún kannski að misskilja viljandi? Er hún búin að gleyma því að árið 2007 lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram eins tillögu um stofnun embættis borgarritara? Kostnaður við skrifstofu borgarstjóra hefur ekki aukist eins og hún heldur líka fram í sama viðtali. Hann hefur þvert á móti lækkað umtalsvert eins og Hönnu Birnu á að vera vel kunnugt um. Þar hefur starfsfólki fækkað og rekstrarkostnaður lækkað. Ekkert er á reiki varðandi verkefni borgarstjóra. Ég mun áfram verða æðsti embættismaður borgarinnar og þeirra sviða sem Reykjavíkurborg rekur. Reyndar eru sviðin orðin færri núna. Menntasvið, leikskólasvið og frístundahluti ÍTR sameinuðust í nýtt skóla- og frístundasvið sem tók til starfa nú í vikunni. Skrifstofustjóri borgarstjóra hefur haft yfirumsjón með því verkefni og embætti borgarritara á einmitt að skoða og gera tillögur um hvernig hægt er að fara í enn frekari sameiningar skrifstofa og gera miðlæga stjórnsýslu borgarinnar einfaldari, skilvirkari og hagkvæmari. Þetta á að vera stöðugt verkefni í rekstri borgarinnar. Borgarritari verður staðgengill borgarstjóra. Það er ekkert nýtt. Borgarstjóri hefur alltaf haft staðgengil. Slíkur staðgengill hefur heitið skrifstofustjóri borgarstjóra og hann hefur einnig verið kallaður borgarritari. Stundum hefur borgarlögmaður jafnvel verið staðgengill borgarstjóra. Þegar Hanna Birna var sjálf borgarstjóri og brá sér til útlanda var skrifstofustjóri borgarstjórnar jafnan staðgengill hennar. Staðgengill borgarstjóra leysir hann ekki af í vinnunni dags daglega eins og Hanna Birna heldur fram. Hér er um að ræða nauðsynlegan hlut í stjórnsýslu þar sem staðgengill verður að vera til staðar ef, í þessu tilviki borgarstjóri, er af einhverjum orsökum fjarverandi. Hlutverkin eru mjög skýr. Staða borgarritara er mjög spennandi, krefjandi og lifandi starf. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að hvetja sem flesta sem telja sig hæfa til að gegna embættinu til að sækja um stöðuna. Umsóknarfrestur rennur út 26. september næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, virðist hafa sérkennilegan skilning á hlutverki borgarstjóra og embætti borgarritara sem auglýst var nú um helgina. Mér finnst rétt að leiðrétta þennan misskilning. Hanna Birna heldur því fram í fréttum um helgina að borgarkerfið sé að þenjast út. Ekkert er jafn fjarri sannleikanum. Hún misskilur eitthvað þar. Veit hún ekki betur eða er hún kannski að misskilja viljandi? Er hún búin að gleyma því að árið 2007 lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram eins tillögu um stofnun embættis borgarritara? Kostnaður við skrifstofu borgarstjóra hefur ekki aukist eins og hún heldur líka fram í sama viðtali. Hann hefur þvert á móti lækkað umtalsvert eins og Hönnu Birnu á að vera vel kunnugt um. Þar hefur starfsfólki fækkað og rekstrarkostnaður lækkað. Ekkert er á reiki varðandi verkefni borgarstjóra. Ég mun áfram verða æðsti embættismaður borgarinnar og þeirra sviða sem Reykjavíkurborg rekur. Reyndar eru sviðin orðin færri núna. Menntasvið, leikskólasvið og frístundahluti ÍTR sameinuðust í nýtt skóla- og frístundasvið sem tók til starfa nú í vikunni. Skrifstofustjóri borgarstjóra hefur haft yfirumsjón með því verkefni og embætti borgarritara á einmitt að skoða og gera tillögur um hvernig hægt er að fara í enn frekari sameiningar skrifstofa og gera miðlæga stjórnsýslu borgarinnar einfaldari, skilvirkari og hagkvæmari. Þetta á að vera stöðugt verkefni í rekstri borgarinnar. Borgarritari verður staðgengill borgarstjóra. Það er ekkert nýtt. Borgarstjóri hefur alltaf haft staðgengil. Slíkur staðgengill hefur heitið skrifstofustjóri borgarstjóra og hann hefur einnig verið kallaður borgarritari. Stundum hefur borgarlögmaður jafnvel verið staðgengill borgarstjóra. Þegar Hanna Birna var sjálf borgarstjóri og brá sér til útlanda var skrifstofustjóri borgarstjórnar jafnan staðgengill hennar. Staðgengill borgarstjóra leysir hann ekki af í vinnunni dags daglega eins og Hanna Birna heldur fram. Hér er um að ræða nauðsynlegan hlut í stjórnsýslu þar sem staðgengill verður að vera til staðar ef, í þessu tilviki borgarstjóri, er af einhverjum orsökum fjarverandi. Hlutverkin eru mjög skýr. Staða borgarritara er mjög spennandi, krefjandi og lifandi starf. Vil ég nota þetta tækifæri til þess að hvetja sem flesta sem telja sig hæfa til að gegna embættinu til að sækja um stöðuna. Umsóknarfrestur rennur út 26. september næstkomandi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun