Tré ársins 2011 verður kynnt við hátíðlega athöfn að Greniteigi 9 í Reykjanesbæ í hádeginu í dag. Skógræktarfélag Íslands sér um valið en þetta er í fyrsta sinn sem tré á Suðurnesjum verður fyrir valinu.
Í tilkynningu frá Skógræktarfélaginu segir að tré þetta þyki fyrirtaks dæmi um það hvernig trjágróður geti vaxið og dafnað þrátt fyrir erfið skilyrði.
Útnefningunni er ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um allt land í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land. - mþl
Í tilkynningu frá Skógræktarfélaginu segir að tré þetta þyki fyrirtaks dæmi um það hvernig trjágróður geti vaxið og dafnað þrátt fyrir erfið skilyrði.
Útnefningunni er ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um allt land í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land. - mþl