Viðskipti erlent

Allt gert til að koma í veg fyrir greiðsluþrot Grikklands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mikilvægt að verja evruna.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir mikilvægt að verja evruna. Mynd/ AFP.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í morgun að Evrópusambandið gerði allt sem mögulegt væri til þess að koma í veg fyrir að Grikkland færi í greiðsluþrot. Hún segir að ef Grikkland færi úr evrusamstarfinu myndi það hafa dómínóáhrif í för með sér. Það ætti að forðast í lengstu löð. „Við erum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir þetta. Við verðum að koma í veg fyrir alla ringulreið, evrunnar vegna,“ sagði Merkel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×