Viðskipti erlent

Markaðir féllu í Evrópu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Evran féll gríðarlega gagnvart jeni í morgun. Mynd/ AFP.
Evran féll gríðarlega gagnvart jeni í morgun. Mynd/ AFP.
Hlutabréfamarkaðir hafa hríðlækkað í morgun vegna ótta um að Grikkland lendi í greiðsluþroti. FTSE vísitalan í Lundúnum fór niður um 2,5% við opnun markað, franska Cac vísitalan fór niður um 5% og þýska Dax fór niður um 3,5%. Hlutabréf í bönkum lækkuðu mest. Evran féll verulega og hefur ekki verið lægri gagnvart japanska jeninu í 10 ár. Auk þess að hafa áhyggjur af skuldastöðu Grikklands hafa áhyggjur af Ítalíu versnað til muna. Phillip Roesler, efnahagsráðherra Þýskalands, sagði í blaðagrein um helgina að ekki væri hægt að útiloka þann möguleika að Grikkland myndi enda í greiðsluþroti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×