Viðskipti erlent

Bönkum skipt upp og þeim gert að eiga varasjóði

MYND/AP
Í viðamikilli óháðri skýrslu um bankamál í Bretlandi sem kom út í dag er mælt með því að bönkum verði eftirleiðis skipt upp í viðskipabanka og fjárfestingarbanka. Þá er einnig mælt með því að bankar leggi til hliðar tíu prósent af fjármagni sínu til þess að eiga upp á að hlaupa þegar harðnar á dalnum.

Skýrslunni hefur verið beðið með eftirvæntingu í Bretlandi og var hún gefin út í dag fyrr en áætlað var þar sem hlutum úr henni hafði verið lekið til Sky fréttastofunnar.

Fjármálaráðherrann George Osborn mun nú fara yfir skýrsluna en viðskiparáðherrann Vince Cable, sem er frjálslyndur demókrati, hefur þegar hvatt til þess að hún verði notuð til þess að endurbæta reglur viðskiptalífsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×