Innlent

Um hundrað smáskjálfta vegna jarðhitarannsókna

Hellisheiðin.
Hellisheiðin.
Á annað hundrað jarðskjálfta hafa mælst frá miðnætti. Þar af um hundrað á Hellisheiðinni. Ástæðan fyrir þessari gríðarlegu aukningu jarðskjálfta á svæðinu eru vegna jarðhitarannsókna við Húsmúla á Hellisheiði. Allir skjálftarnir eru litlir að stærð og ólíklegt að nokkur finni fyrir þeim nema sá hinn sami sé nærri borholunni.

Stærsti skjálftinn sem mældist á svæðinu var 2,4 á richter. Hann mældist reyndar í gær.

Hjörleifur Sveinbjörnsson, jarðfræðingur, segir skjálftavirknina á Hellisheiðinni eðlilega miðað við rannsóknir á svæðinu.

Aðspurður hvort slíkt geti orðið hættulegt svarar hann: „Ef það er verið að bora niður í stórar sprungur þar sem mikil spenna hefur byggst upp, þá gæti þetta orðið hættulegt."

Það er þó ekki búist við því að sögn Hjörleifs. Hann segir þetta ekki í fyrsta skiptið sem slík virkni mælist við jarðhitarannsóknir Orkuveitunnar Í Reykjavík. „Þetta er hluti af þeirra rannsóknarferli til þess að finna réttu sprunguna," útskýrir Hjörleifur.

Skjálftavirknin heldur áfram í Kötlu en stærsti skjálftinn frá miðnætti mældist nærri Goðabungu, en hann var 2,6 á richter samkvæmt fyrstu mælingum.

Hjörleifur segir ótrúlega mikla jarðskjálftavirkni á svæðinu. Það bendi þó ekkert til eldgoss að svo komnu máli. Hann segir að þá stigmagnist skjálftarnir. Svo hefur ekki verið í þeim skjálftahrinum sem hafa orðið í jöklinum.

Fyrir þá sem vilja kynna sér það hvernig rannsóknir valda jarðskjálftum er hægt að fræðast um málið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×