Íslenski boltinn

Stjörnustelpur tóku við Íslandsbikarnum - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Stjarnan tók í dag við Íslandsbikarnum í Pepsi-deild kvenna eftir 5-0 sigur á Breiðabliki í lokaleiknum sínum. Stjörnstúlkur voru búnir að tryggja sér titilinn fyrir ellefu dögum en fengu ekki bikarinn afhentan fyrr en eftir síðasta heimaleik sinn sem var í dag.

Stjarnan hlaut níu stigum meira en Valsliðið sem var búið að vinna Íslandsmeistaratitilinn undanfarin fimm ár. Valsliðið var eina liðið sem náði að vinna Stjörnuna í Pepsi-deildinni í ár eftir tapið á Vodafone-vellinum í maílok vann Stjarnan fimmtán síðustu leiki sína.

Sigur Stjörnunnar var sannfærandi því þær skoruðu flest mörk allra liða í deildinni (57), fengu líka fæst mörk á sig (14) og unnu 17 af 18 deildarleikjum sínum í sumar.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum á Stjörnuvellinum í dag og myndaði það þegar Íslandbikarinn fór á loft í fyrsta sinn í sögu meistaraflokka Stjörnunnar í knattspyrnu.

Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×