Erlent

Kallaði svæðið í kringum Fukushima-verið „bæ dauðans“

Yoshio sagði af sér vegna lélegs brandara.
Yoshio sagði af sér vegna lélegs brandara.
Efnahags- og viðskiptaráðherra Japans, Yoshio Hachiro, sagði af sér í dag, aðeins tveimur vikum eftir að hann var skipaður ráðherra. Ástæðan er sú að hann kallaði svæðið í kringum Fukushima kjarnorkuverið „bæ dauðans".

Kjarnorkuslysið í verinu er það alvarlegasta í sögu Japans en mikil geislun lak út eftir að flóðbylgja skall á verinu eftir jarðskjálftann í maí.

Þá sagði ráðherrann við blaðamenn sem voru með honum í skoðanaferð í verinu á fimmtudaginn, að hann ætlaði að nudda sér upp við þá með þeim afleiðingum að þeir yrðu sjálfir geislavirkir.

Ráðherrann segir ummælin hafa verið grín, en japanska þjóðin virðist ekki deila sama skopskyni og fyrrverandi ráðherrann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×