Íslenski boltinn

Stjörnustelpurnar fá Íslandsbikarinn afhentan í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stjörnustelpur urðu Íslandsmeistarar fyrir ellefu dögum.
Stjörnustelpur urðu Íslandsmeistarar fyrir ellefu dögum. Mynd/Stefán
Það verður mikil hátíð í Garðabænum í dag þar sem Stjörnustúlkur fá Íslandsbikarinn afhentan eftir lokaleik sinn í Pepsi-deild kvenna sem er á móti Breiðabliki. Leikur Stjörnunnar og Breiðabliks hefst klukkan 13.00 en öll lokaumferðin fer á sama tíma.

Stjörnukonur tryggðu sér Íslandsbikarinn með 3-0 sigri á Aftureldingu fyrir 11 dögum síðan og hafa þegar spilað einn leik sem Íslandsmeistarar en liðið vann 7-1 stórsigur á Grindavík í síðustu umferð.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, mun taka við Íslandsbikarnum í leikslok og verður þar fyrsta konan í sex ár, sem heitir ekki Katrín Jónsdóttir, til að lyfta þessum bikar. Stjarnan endaði einmitt fimm ára sigurgöngu Valsliðsins í ár.

Það er tæpt ár síðan að Íslandsbikarinn í karlaflokki var afhentur á Stjörnuvelli eftir leik Stjörnunnar og Blika en þá voru það Blikastrákarnir sem fögnuðu sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Nú er komið að Stjörnukonum að handleika Íslandsbikarinn í fyrsta sinn.

Leikir í Pepsi-deild kvenna í dag:

13.00 Stjörnuvöllur     Stjarnan - Breiðablik         

13.00 Fylkisvöllur     Fylkir - Grindavík         

13.00 Vodafonevöllurinn    Valur - ÍBV         

13.00 Þórsvöllur     Þór/KA - KR         

13.00 Varmárvöllur     Afturelding - Þróttur R.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×