Viðskipti erlent

Hefur miklar áhyggjur af atvinnuleysi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ben Bernanke er seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke er seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/ AP.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri í Bandaríkjunum, segir að Bandaríkin standi andspænis stórkostlegum vanda vegna mikils atvinnuleysi. Atvinnuleysið í landi hefur verið um eða yfir 9 prósent frá því í apríl 2009.

„Þetta atvinnuleysisástand er í rauninni stórkostlegur vandi fyrir þjóðina,“ sagði Bernanke þegar hann var spurður út í málið í Cleveland í gær. „Við höfum verið með um 10% atvinnuleysi í mörg ár og af þeim sem eru atvinnulausir hafa um 45% verið atvinnulausir í sex mánuði eða meira. Það þekkist varla annarsstaðar,“ sagði Bernanke.

Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að lækka vexti af langtímalánum til þess að örva hagkerfið í landinu, eftir því sem Bloomberg greinir frá. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×