Viðskipti erlent

Nokia leggur niður þúsundir starfa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Nokia.
Nokia. Mynd/ AFP.
Farsímaframleiðandinn Nokia ætlar að skera niður um 3500 störf og loka verksmiðju í Rúmeníu. Fyrirtækið hafði áður áformað að segja upp þúsundum manna annarsstaðar í tengslum við niðurskurð fyrirtækisins sem nemur einum milljarði evra, eða um 160 milljörðum króna. Samkvæmt fréttum BBC fréttastofunnar mun fyrirtækið svo skoða hvernig starfsemi verður háttað í framtíðinni í Finnlandi, Ungverjalandi og Mexíkó. Hlutabréf í Nokia hafa fallið um helming á þessu ári og lækkuðu um 1,6% við opnun markaða í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×