Viðskipti erlent

Facebook og Apple kynna nýjungar

Kynningin verður haldin næstkomandi mánudag.
Kynningin verður haldin næstkomandi mánudag. mynd/AFP
Talið er líklegt að Facebook muni kynna sérhæft forrit fyrir Ipad í næstu viku. Hingað til hefur samskiptasíðan hundsað spjaldtölvu Apple og hafa notendur þurft að notast við forrit í gegnum þriðja aðila til að tengast Facebook. En nú telja sérfræðingar að Facebook muni opinbera sérhæft forrit fyrir Ipad. Ekki einungis er um að ræða hefðbundið Ipad app, því nú þykir ljóst að HTML5 ívafsmálið sé notað til að kóða forritið. HTML5 er merkilegt fyrir þær sakir að með því er hægt að miðla ýmsu efni sem ekki var mögulegt áður. Tekur þetta einna helst til Flash efnis sem sárlega hefur verið saknað í jaðartækjum Apple. Facebook mun að öllum líkindum kynna þessa nýjung á mánudaginn næstkomandi. Iphone kynning Apple verður haldin á þriðjudaginn þar á eftir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×