Lífið

Logi og Steindi fíla sig í óeirðalöggunni

Logi Bergmann og Steindi Jr. kalla ekki allt ömmu sína eins og kemur bersýnilega í ljós í næsta þætti af Týndu kynslóðinni. Þar fara þeir félagar í óeirðaleik og samkvæmt þessu sýnishorni virðast þeir taka leikinn ansi alvarlega.

Nilli greyið lendir auðvitað verst af öllum í ákafa þeirra. Hann setur sig í spor mótmælanda og er fyrir vikið snúinn niður af hörku og buxurnar hans meðal annars dregnar niður á hæla.

Logi og Steindi eru aðalgestir Týndu kynslóðarinnar næsta föstudag. Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi klukkan 19.20.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.