Lífið

Málaðu þig eins og Gwyneth

myndir/cover media & Bourjois
Meðfylgjandi myndir voru teknar af leikkonunni Gwyneth Paltrow, 39 ára, með léttan andlitsfarða nýliðna helgi í London. Una Dögg Guðmundsdóttir förðunarfræðingur veit hvaða farði kemst næst því sem leikkonan notar.

Leikkonan er með fallegan sumarblæ í kinnum en sólarpúðrin frá Bourjois eru fáanleg bæði með glans og svo alveg mött. Þau gera gæfumun þegar kemur að því að fríska upp á húðina, segir Una Dögg.

Á vörunum hefur Gwyneth fallegan brúnbleikan varalit sem tónar vel við náttúrulegt útlit hennar.Bourjois varalitirnir eru til í möttum tónum eins og Gwyneth er með, og líka með miklum gljáa fyrir þær sem vilja. Kostirnir eru að þeir innihalda góðan raka og eru léttir og mjúkir. Mikilvægt er að ramma varirnar inn með fallegum varalitablýanti eins og Gwyneth gerir.


Tengdar fréttir

Málaðu þig eins og Pippa

Pippa Middleton sat á fremsta bekk hjá Temperley á tískuvikunni í London. Hún var glæsileg með náttúrulega létta andlitsförðun...






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.