Fótbolti

Chelsea-liðið þurfti að skipta um flugvél á Gatwick

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Sturridge var ekki alveg svona reiður þegar hann frétti af seinkuninni.
Daniel Sturridge var ekki alveg svona reiður þegar hann frétti af seinkuninni. Mynd/AP
Það var mikil töf á flugi Chelsea-manna til Valencia í morgun en Chelsea mætir spænska liðinu í Meistaradeildinni á morgun. Chelsea-liðið átti að fljúga klukkan 9.00 í morgun að íslenskum tíma en fluginu seinkaði um þrjá og hálfan tíma vegna bilanna í flugvélinni sem átti að flytja liðið til Spánar.

Chelsea-hópurinn þurfti að flytja sig á milli flugvéla og það er öruggt að stjórinn André Villas-Boas hefur ekki kosið það að leikmenn sínir sitji alltof lengi að óþörfu út í flugvél þótt þeir ferðist nú allir á fyrsta farrými.

Glenn Moore, ristjóri fótboltahlutans á Independent, var með í för og greindi frá vandræðunum á twitter-síðu sinni. Hann skrifar þar að leikmenn Chelsea hafi borðað morgunmatinn í vélinni en hafi síðan verið fluttir með rútu yfir í aðra flugvél.

Chelsea vann 2-0 sigur á þýska liðinu Bayer Leverkusen í fyrstu umferð riðlakeppninnar en Valenica gerði þá markalaust jafntefli við belgíska félagið Genk á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×