Viðskipti erlent

Von á nýjum Lada

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ladabifreiðar eru ekki á hverju strái hér á landi.
Ladabifreiðar eru ekki á hverju strái hér á landi. Mynd/ E. Ól.
Von er á nýjum Ladabílum aftur á markað á næstunni. Það er Steve Mattin, sem var yfirhönnuður hjá Volvoverksmiðjunum allt til ársins 2009, sem vinnur að hönnun nýju bílanna. Mattin var rekinn úr starfi sínu hjá Volvo af ástæðum sem ekki eru þekktar. Hann mun hefja störf hjá rússneska bílaframleiðandanum AvtoVAZ, sem framleiðir Lada.

Búist er við því að 20 nýjar týpur af Lada bílum fari í framleiðslu á næstu árum. Lada er mikilvægasta vörumerki AvtoVAZ, þótt Vesturlandabúar telji sig yfirleitt ekki hafa mjög góða reynslu af bílunum. Á fréttavef Aftenposten segir að bílarnir hafi hreinlega horfið af norska markaðnum á níunda áratugnum. Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu eru um 130 bílar á götunni hér á landi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×