Viðskipti erlent

Markaðir í Evrópu taka við sér

Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu lækkuðu við opnun klukkan sjö í morgun þrátt fyrir fregnirnar af björgunarpakkanum sem nú berast frá Washington. Þetta þótti benda til þess að fjárfestar hafi litla trú á því að stjórnmálamönnum takist að gera björgunarpakkann að veruleika en nú hafa markaðir tekið við sér og nú eru flestar tölur grænar, sem merkir hækkun.

FTSE vísitalan hefur farið upp um tæpt prósent, CAC vísitalan í París hefur hækkað um tvö prósent og DAX vísitalan í Frankfurt er upp um tvö og hálft prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×