Lífið

Blása á skilnaðarsögur

myndir/cover media
Hjónin Will Smith og Jada Pinkett Smith brosa blítt til ljósmyndara þessa dagana og það sama má segja um börnin þeirra en meðfylgjandi myndir voru teknar á 43 ára afmæli Will.

Slúðurmiðlar vestan hafs héldu því fram að hjónin væru að skilja eftir þrettán ára hjónaband. Fréttin vakti heimsathygli enda sambandið talið eitt það traustasta í Hollywood.

Því var haldið fram að Jada og Marc Anthony, þá nýskilinn við Jennifer Lopez, hafi átt í eldheitu ástarsambandi á tökustað sjónvarpsþáttarins Hawthorne sem er hættur í framleiðslu og að Will hafi óvænt komið að eiginkonu sinni í miðjum ástaratlotum með Marc á heimili þeirra og hlaupið hágrátandi út.

Í kjölfar skilnaðarfrétta lýstu Smith hjónin því yfir að allt væri í himnalagi í hjónabandinu. Eins og sjá má á myndunum lítur allt út fyrir að vera í góðu lagi hjá fjölskyldunni - á yfirborðinu í það minnsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.